22.04.1927
Neðri deild: 57. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 278 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

68. mál, sýsluvegasjóður

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Nefndin hefir gert dálitla breyting við þetta frv., sem er komið hingað frá háttv. Ed. Aðalákvæði frv. er fólgið í 1. gr., um það að ná eignum í kaupstöðum undir skattskyldu, sem áður hafa verið skattfrjálsar eftir núgildandi lögum. Og þessi grein er látin alveg óbreytt. En breyting sú, er nefndin hefir gert við 2. gr., er ekki efnisbreyting, heldur aðeins orðabreyting, sem nefndinni þótti betur fara á. Jeg vænti þess, að hv. deild gangi að þessari breytingu og samþykki frv. að henni viðbættri.