02.05.1927
Efri deild: 63. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 288 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

108. mál, veð

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Nefndinni fanst nægilega skýrt til orða tekið, að nota orðið útgerðartímabil, enda sje jeg ekki, að orðið vertíð sje neitt betra. Vertíð er ákveðið tímabil, en með breyttum veiðiaðferðum getur útgerðartíminn lengst eða styst. Þegar talað er um útgerðartímabil, verður það ekki misskilið.