26.02.1927
Neðri deild: 16. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 326 í B-deild Alþingistíðinda. (544)

43. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Fhn. (Jakob Möller):

Mjer er það að vísu ekkert kappsmál, hvort frumvarpi þessu verður vísað til nefndar eða ekki. Jeg tel það bara tilgangslaust, þegar það var í nefnd hjer í fyrra og samþykt í deildinni. Geri jeg því ekki ráð fyrir, að farið verði að gera á því miklar breytingar nú. Að vísu var um það deilt í fyrra, hvar setja ætti takmörkin um íbúatölu kauptúnanna, en meiri hluti deildarinnar fjelst á að setja þau við 500 íbúa.

Að fara að setja málið í nefnd nú, er því aðeins til að tefja það.