13.05.1927
Efri deild: 73. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 334 í B-deild Alþingistíðinda. (573)

116. mál, landamerki ofl.

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Í greinargerðinni, sem fylgir þessu frv., sem er þskj. 344, er gerð skýr og ítarleg grein fyrir, hverja breytingu á núgildandi lögum það felur í sjer að því er snertir áfrýjun dóma í landamerkjamálum, og einnig nauðsynina á þessari breytingu. Allshn. þessarar hv. deildar, sem hefir haft málið til meðferðar, vill fyrir sitt leyti fallast á þessar ástæður, og leyfi jeg mjer því fyrir hennar hönd að skírskota til greinargerðarinnar og leggja til, að frv. verði samþ. eins og það liggur fyrir.