06.05.1927
Neðri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 353 í B-deild Alþingistíðinda. (644)

123. mál, veðmálastarfsemi í sambandi við kappreiðar

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg vil aðeins taka fram, að jeg veit með vissu, að hestamannafjelagið „Fákur“ hefir ekkert við þessa brtt. að athuga, og jafnvel mun hún vera borin fram í samráði við fjelagið. Það ætlast til, að þetta sje styrkur til þessa reiðvegar, sem óneitanlega er mjög nauðsynlegur, þar sem vegirnir kringum Reykjavík eru svo fjölfarnir af bílum, að ilt er fyrir reiðmenn að haldast við á þeim.