06.04.1927
Efri deild: 46. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 376 í B-deild Alþingistíðinda. (677)

109. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg geri ráð fyrir því sem alveg sjálfsögðu, að þetta mál fari til nefndar. Jeg efa ekki, að svo framarlega sem útvegur Vestmannaeyja á að geta haldið áfram að vaxa, verði að fást þær umbætur á höfninni, að hún leyfi stærri skipastól. Mjer finst því verða að líta með velvild á þessa till. — Jeg þykist vita, að hv. nefnd muni athuga, að hjer er farið fram á hærri hluta frá ríkissjóði en annarsstaðar, þar sem líkt hefir staðið á.