13.04.1927
Efri deild: 52. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 379 í B-deild Alþingistíðinda. (684)

109. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Jónas Jónsson:

Jeg skal lýsa yfir því, að jeg er ánægður með upplýsingar þær, er hæstv. stjórn hefir gefið, það sem þær ná. En jeg vil beina þeirri fyrirspurn til hv. frsm. (JJós), hvort hann vilji ekki stuðla að því, að hæstv. atvrh. (MG) verði hjer við 3. umr. þessa máls, til þess að gefa ýmsar skýringar, bæði vegna þess að þetta er stórt fjárhagsmál og að hæstv. stjórn hefir gefið þessum tveimur kaupstöðum, Akureyri og Vestmannaeyjum, vilyrði fyrir því, að þeir muni geta fengið þetta skip í sumar til þess að dýpka hafnirnar hjá sjer, en það er þó frumskilyrði, að Borgarnes gangi fyrir öllum.