13.04.1927
Efri deild: 52. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 380 í B-deild Alþingistíðinda. (685)

109. mál, hafnarlög fyrir Vestmannaeyjar

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Það er ekki rjett hjá hv. 1. landsk. (JJ), að það sje frumskilyrði, að Borgarnes gangi fyrir, heldur er það tillaga frá vitamálastjóra, sem hefir alt með þetta að gera, að Borgarneshöfnin bíði ekki til næsta sumars, en stjórnin hefir ekki tekið endanlega afstöðu til þeirrar tillögu.