29.03.1927
Efri deild: 39. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í B-deild Alþingistíðinda. (711)

14. mál, óskilgetin börn

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Mjer þykir vænt um, að hv. allshn. hefir getað gengið inn á þá hugsun, sem felst í frv. Jeg get sagt það, að jeg hefi ekkert að athuga við þá brtt., sem nefndin hefir borið fram. En jeg álít, að nóg hefði verið að koma fram með hana sem bending í nál., því að stjórnin mundi áreiðanlega hafa tekið hana til greina. En þó að brtt. sje samþykt, ætti ekki að vera nein hætta á, að frv. dagaði uppi fyrir því. Svo langt er eftir þingtímans enn.