29.03.1927
Efri deild: 39. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í B-deild Alþingistíðinda. (712)

14. mál, óskilgetin börn

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Nefndin bjóst ekki við, að þetta yrði til þess að fella frv., þó að það færi aftur til Nd. pótt nefndinni þætti hinsvegar hv. Nd. hafa spilt frv., eins og sýnt er í nál., með því að fella niður síðustu málsgr. 1. gr., vildi hún þó ekki setja ilt blóð í hv. deild með því að fella gr. inn í aftur. En mjer finst háttv. Nd. ekki muni hafa ástæðu til að setja sig upp á móti þessari breytingu, því að hún er þó nokkurs virði, eftir því sem áður hefir gengið til með þetta.