07.05.1927
Efri deild: 68. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 459 í B-deild Alþingistíðinda. (790)

113. mál, tollar og gjöld með 25% gengisviðauka

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson):

Fjhn. hefir ekki getað orðið sammála um, hvort samþykkja bæri frv. þetta eða ekki. Meiri hl. leit svo á, að ekki væri annað fært en að samþykkja það, einkum þar sem tekjur fjárlagafrv. eru bygðar á þessum tekjuauka og ekki þótti líklegt, að á gjaldahliðinni næðist sú lækkun, sem honum næmi. Samt lítur nefndin svo á, að þetta fyrirkomulag eigi ekki að vera til frambúðar, en meiri hl. vill samt eftir atvikum ekki ganga á móti frv. á þessu stigi málsins, og leggur því til, að það verði samþykt.