19.04.1927
Neðri deild: 55. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 491 í B-deild Alþingistíðinda. (858)

111. mál, sala á Hesti í Ögurþingum

Frsm. minni hl. (Hjeðinn Valdimarsson):

Hjer er ekki um annað að ræða en það, hvort þessi jörð á að vera eign hins opinbera eða einstaklingseign. Hv. 2. þm. Árn. sagði, að þetta væri afdalakot, en setjum svo, að seldar sjeu yfirleitt bestu jarðirnar, — ja, hvar eru þá takmörkin? Það verður haldið áfram að selja þangað til engin jörð er eftir.