25.03.1927
Efri deild: 36. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 499 í B-deild Alþingistíðinda. (877)

67. mál, einkasala á áfengi

Frsm. (Jóhannes Jóhannesson):

Jeg get látið nægja að vísa til nál. á þskj. 230, sem jeg býst við, að háttv. þdm. hafi lesið. Frv., sem hjer liggur fyrir, fer fram á þá aðalbreytingu, að sjúkrahúsin skuli hafa bein viðskifti við lyfjaverslun ríkisins. Nefndin aðhyllist þá breytingu og álítur nauðsynlegt að ljetta þannig útgjöldum af sjúkrahúsunum.

Þá er farið fram á tvær aðrar breytingar í þessu frv.: að læknar, sem ekki hafá lyfjasöluleyfi, megi hafa bein viðskifti við lyfjaverslunina, og að felt verði úr lögum það ákvæði, að nánari reglur um starfssvið forstöðumanns lyfjaverslunarinnar verði settar í erindisbrjefi, er ráðherra gefi út. Nefndin álítur þessar breytingar ekki til bóta og kýs heldur, að fyrirkomulag það, sem nú er, haldist. Nefndin hefir borið sig saman við flm. frv. og hefir hann fallist á að samþykkja þær breytingar, sem nefndin leggur til, að gerðar verði á frv.