26.04.1927
Efri deild: 58. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 503 í B-deild Alþingistíðinda. (892)

67. mál, einkasala á áfengi

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg vil leyfa mjer að skjóta því til hv. 6. landsk. (JKr), hvort hann fallist ekki á að láta taka málið út af dagskrá í þetta sinn.

Það ber til þeirra tilmæla minna, að brtt. á þskj. 389 breytir meiru en þessu, að auka ákvæðinu um, að sjúkrahúsum megi ekki selja vín nje ómengaðan spíritus aftan við 1. málsgrein 4. gr. Það er líka breytt orðalagi meginmáls þeirrar greinar, sem á að verða 4. gr., og fer dálítið illa sú breyting, sem komin er inn í brtt. á þskj. 389. Sama efni er betur orðað í frvgr. á þskj. 371. Mjer finst málið ætti nú að bera svo að, að borin sje fram brtt. um, að einungis þessi stutta málsgrein bætist aftan við höfuðmálsgrein 1. gr. frv. eins og það nú kemur frá hv. Nd.

Jeg held ekki sje um efnisbreyting að ræða að öðru leyti, en er talsvert áferðarfallegra mál á greininni eins og hún kemur frá hv. Nd.