03.03.1927
Neðri deild: 20. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 522 í B-deild Alþingistíðinda. (937)

58. mál, bankaábyrgð fyrir Landsbanka Íslands

Hjeðinn Valdimarsson:

Jeg sje ekki ástæðu til að vera á móti þessu frv. Jeg geng út frá því, að hjer sje um venjulegt viðskiftalán að ræða handa Landsbankanum sjálfum, til styrktar honum, og mjer finst rjett, að stjórnin hafi þessa heimild. Jeg skal aðeins láta í ljós þá skoðun mína, að jeg teldi stjórninni óheimilt að nota slíka heimild til þess að gera stórfeldar breytingar á peningamálum landsins.