07.03.1927
Neðri deild: 23. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 579 í B-deild Alþingistíðinda. (956)

58. mál, bankaábyrgð fyrir Landsbanka Íslands

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg vildi aðeins, út af ummælum hv. 4. þm. Reykv. (HjV) um Íslandsbanka, taka það fram, að eftir þeim upplýsingum, sem stjórnin hefir um hag bankans, þá eru það algerlega órjettmæt ummæli um hann, að hann vegi salt milli lífs og dauða, eins og hv. þm. (HjV) segir.