23.03.1928
Neðri deild: 55. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2044 í B-deild Alþingistíðinda. (1035)

3. mál, landsreikningar 1926

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Út af fyrirspurn hv. 1. þm. Reykv. verð jeg að geta þess, að jeg tók ekki eftir, að hann óskaði eftir þessu. Mjer skildist hann spyrja, hvort reikningar ríkisverslananna lægju fyrir nefndinni. Verð jeg að biðja afsökunar, hafi jeg annað tveggja ekki skilið orð hans rjett eða ekki heyrt þau.

En hafi hæstv. fjmrh. gefið vilyrði fyrir því, að þessi gögn lægju fyrir, má vel vera, að hann hafi gert eitthvað í því efni.