05.03.1928
Neðri deild: 39. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2069 í B-deild Alþingistíðinda. (1066)

24. mál, hegningarlög

Magnús Torfason:

Jeg vil aðeins minnast á ummæli hv. þm. Dal. um, að ákvæðum fátækralaganna væri lítið beitt. f frv. er það tekið fram, að það sje lögreglan, sem eigi að hefjast handa gegn slæpingjunum. Hingað til hafa sveitarstjórnirnar sjálfar orðið að gera það. Við þekkjum öll vald kunningsskaparins á landi hjer og hvernig það getur leitt til hlífðar við menn. Það er ekki síður kunnugt, að starf sveitarstjórnanna er illa launað, og er því eðlilegt, að menn vilji hafa svo lítið fyrir því, sem unt er, og gangi eigi hart fram í þeim störfum, sem þeim ber ekki beinlínis skylda til að inna af hendi.

Í því liggur því meginmunur, að lögreglunni skuli fengnar framkvæmdirnar beint í hendur.