15.03.1928
Neðri deild: 48. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2186 í B-deild Alþingistíðinda. (1135)

30. mál, tilbúinn áburður

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil benda hv. þm. Dal. á það, að hann hefði átt að geyma þessar aths. sínar til 3. umr. Annars tel jeg óþarft að svara spurningum hans. Svo oft hafa fallið orð frá Framsóknarmönnum um afstöðu þeirra til verslunarmálanna, að honum og öðrum ætti að vera fyllilega kunnugt, hver hún er.

Jeg hefi altaf litið á þetta mál sem ræktunarmál, en ekki sem verslunarmál. Því til sönnunar skal jeg benda á það, að þegar jeg bar frv. fyrst fram, var ekki farið fram á einkasölu. Það voru aðrir, sem eiga frumkvæði að því, að sú leið sje farin, m. a. hv. þm. Barð., hv. 2. þm. Skagf. og þriðji góðkunnur Íhaldsmaður hjer í hv. deild. Enginn þessara manna leit á málið sem verslunarmál, heldur sem ræktunarmál, enda er hjer um svo lítið verslunaratriði að ræða, að það er hverfandi með öllu.