31.03.1928
Neðri deild: 62. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2258 í B-deild Alþingistíðinda. (1184)

22. mál, menningarsjóður

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Mentmn. leggur til, að frv. verði samþykt með nokkrum minni háttar breytingum.

Aðalbreytingin er það viðbótarákvæði, að úr sjóðnum megi verja fje til útgáfu veggmynda eftir íslenskum listaverkum til heimilisprýði. Þetta er aðeins lítils háttar rýmkun á starfssviði sjóðsins. Aðrar breytingar skifta litlu máli, nema síðasta brtt., þar sem lagt er til, að „og formenn mentamálanefnda beggja deilda“ falli burtu úr síðasta málslið 6. gr. Nefndin lítur svo á, að næg trygging sje í því, að öll sjóðsstjórnin skuli vera sammála um meðferð tekna sjóðsins.