10.04.1928
Efri deild: 66. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2268 í B-deild Alþingistíðinda. (1209)

140. mál, fjáraukalög 1927

Frsm. (Páll Hermannsson):

Fjvn. hefir rannsakað frv. þetta og ekki orðið vör við neitt, sem mæli gegn því, að það verði samþ. óbreytt. Aðeins skal jeg taka það fram, að í því er ein smávilla. Veit jeg ekki, hvort það er prentvilla, en þess er vænst, að leiðrjetta megi þetta við prentun stjórnartíðinda. Villan er í 5. gr. 3. lið, því þar stendur „Tröllatunga“, en ætti að vera Kollafjarðarnes. Ef þetta að nokkru leyti eðlileg villa, því prestakallið hjet áður Tröllatunguprestakall, en nú er Kollafjarðarnes prestssetur. En þessi fjárveiting, er hjer um ræðir, var til íbúðarhúss á staðnum. Hefi jeg svo ekki meira að segja um þetta, en eins og stendur í nál., leggur nefndin til, að frv. verði samþ. óbreytt.