27.03.1928
Neðri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2380 í B-deild Alþingistíðinda. (1295)

141. mál, bankavaxtabréf

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Það þýðir ekki að fara að hefja deilur um það, hvort þetta sje heppilegt eða ekki. Það verður athugað í hv. Ed. En jeg vil geta þess, að jeg sje ekki, að þessu verði við komið á annan hátt en þann, að fleiri en einn flokkur sjeu starfandi samtímis. Þá gæti svo farið, að flokkarnir yrðu 3, því að ef á að halda þessu lánsfje út af fyrir sig, má búast við, að þurfi alveg sjerstakt bókhald fyrir annað fje, sem veðdeildin hefði í umferð á sama tíma. Jeg hygg, að þetta geti valdið óþægindum, en jeg sje ekki ástæðu til að ræða frekar um það, þar sem málið er svo langt komið. Hinsvegar mun jeg taka það nánar til athugunar, áður en gengið er frá málinu í Ed.