27.03.1928
Neðri deild: 58. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2385 í B-deild Alþingistíðinda. (1302)

141. mál, bankavaxtabréf

Jón Auðunn Jónsson:

Aðeins stutt aths. til að bera sakir af hv. þm. V.-Húnv. Hann átti engan þátt í því, sem jeg sagði. Hann var að hvísla alt öðru að mjer; en þau orð þm. gáfu mjer von um, að till, mín verði samþ. af hv. deild. Það, sem jeg sagði, verður því að skrifast á minn reikning, en ekki hans. (ÓTh: Það er ómögulegt!). Annars held jeg, að þetta gefi ekki tilefni til þess að fara að halda meiri háttar ræðu. Jeg vil aðeins taka það fram, að jeg held fast við það, að rjett sje að samþ. hina skriflegu brtt. mína.