13.04.1928
Neðri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 2397 í B-deild Alþingistíðinda. (1321)

141. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Þetta frv. er komið aftur frá hv. Ed., og hefir orðið á því mjög lítilvæg breyting, sem jeg vil leyfa mjer að gera grein fyrir.

Í 6. gr. er svo ákveðið, að fje veðdeildarflokkanna megi lána gegn veði í jarðeignum, erfðafestulöndum og húseignum með lóð. Breyting hv. Ed. er sú, að bætt er inn í þar á eftir: „eftir því sem nánar verður ákveðið í reglugerð“.

Þessi breyting er ekki það stórvægileg, að nokkur ástæða sje til annarar afstöðu til málsins hennar vegna.