24.01.1928
Efri deild: 5. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 3 í C-deild Alþingistíðinda. (1377)

19. mál, stjórnarskipunarlög

Fors. og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg vil aðeins segja örfá orð, út af þeim ummælum hv. 3. landsk. þm. (JÞ), að hann kvaðst vona, að ekki brysti fylgi stjórnarflokksins við mál þetta.

Því var svo varið, með þetta mál, að það var alls ekki flokksmál á þinginu í fyrra, í hvorugri deild. Enda óeðlilegt, að svo hefði verið. Breytingarnar eru ekki svo stórvægilegar. Þær mega fremur heita gagnslítið fitl.

Annars hefir það breyst, síðan í fyrra, að kjósendur mínir hafa skorað á mig að fella það, svo það er ekki að þeirra vilja, að jeg hefi lýst yfir fylgi mínu við það.

Hv. 5. landsk. (JBald) sagði, að jeg hefði lýst miklu fylgi við frv., en það er ekki rjett. Jeg sagði, að jeg teldi sumt í frv. til bóta, en sumt ekki, þó að jeg gerði hinsvegar ráð fyrir að fylgja frv.