03.03.1928
Neðri deild: 38. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í B-deild Alþingistíðinda. (138)

1. mál, fjárlög 1929

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg hefi ekki ástæðu til að fjölyrða mikið um till. þær, sem hjer liggja fyrir, hvorki þær, sem komið hafa frá einstökum þingmönnum, eða nefndinni. En jeg verð að segja það, að á meðan ekki er viss von um, að tekjuaukafrv. þau, sem fyrir þinginu liggja, verði samþykt, tel jeg rjett að greiða atkvæði á móti þeim öllum, sem einstakir þm. flytja.

Um 44. brtt. hv. fjvn. vil jeg taka það fram, sjerstaklega þó að því er snertir a.-liðinn, til brimbrjóts í Bolungarvík, að í stjórnarráðinu liggja fyrir nýjar upplýsingar um þessi mál. Vil jeg því beina þeirri ósk til nefndarinnar, að hún taki tillöguna aftur til 3. umr., svo hægt verði að athuga þessar nýju upplýsingar, áður en gengið verður til atkvæða um hana.

Þá á jeg sjálfur brtt. á þskj. 353, VIII. Jeg hefi borið slíka till. fram fyr, og hefir hún þá náð fram að ganga. Þessi starfsemi hefir verið mjög vinsæl úti um land, og vænti jeg því, að till. verði samþykt.

Þá er 35. og 36. brtt. á þskj. 353, um endurgreiðslur upp í vegagerðarkostnað. Um þessar till. hefir nefndin leitað álits vegamálastjóra, og hefi jeg engu við það að bæta, sem hann segir.