16.02.1928
Efri deild: 24. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 59 í C-deild Alþingistíðinda. (1414)

48. mál, kosningar í málefnum sveita og kaupstaða

Jón Baldvinsson:

Þó að samþ. væru breytingar á sveitarstjórnarlögunum í fyrra, þá er svo langt frá, að það verði nema undantekning, að veittur verði óafturkræfur styrkur. Fyrst og fremst er þar aðeins um heimild að ræða, en engan rjett þeirra, sem styrkinn þiggja. Og þó að sú heimild kynni sumstaðar að vera notuð út í æsar, þá mundi sá stóri hópur manna, sem orðið hefir að þiggja styrk eftir eldra fyrirkomulaginu, kanske ekki komast inn undir hin nýju ákvæði, af því að þeim var í fyrstu veittur styrkurinn sem óafturkræfur. Heimild sú sem samþ. var á síðasta þingi, nær því mjög skamt og er alveg ófullnægjandi.