11.02.1928
Efri deild: 20. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 62 í C-deild Alþingistíðinda. (1420)

79. mál, yfirsetukvennalög

Flm. (Halldór Steinsson):

Það er mikið rjett hjá hv. 1. þm. Eyf., að það verður ekki sjeð á frv., hvað verða ætti um laun þeirra ljósmæðra, sem þegar hafa starfað 12 ár, þegar lögin koma í gildi. En jeg lít svo á, að það mæli full sanngirni með því, að þær fái full laun, eða 500 kr. Annars er það svo um þetta og annað, að það kemur til athugunar í nefnd.

Að því er dýrtíðaruppbótina snertir, teldi jeg í sjálfu sjer rjettara, að rjettir aðilar greiddu hana hvor að sínu leyti. En ef nefndin telur hitt rjettara, þá set jeg mig alls ekki upp á móti því. Sem sagt, þetta eru atriði, sem að sjálfsögðu koma til athugunar í nefnd.