24.03.1928
Efri deild: 56. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 103 í C-deild Alþingistíðinda. (1463)

122. mál, eignarnám á Reykhólum

Jón Þorláksson:

Hæstv. dómsmrh. endaði ræðu sína á því, að færa fram sem ástæður fyrir eignarnámi á þessari jörð, að hún væri höfuðból, en niðurnídd, húsalaus, hálfnotuð, og óræktuð. Það er nú svo, að landið á nokkur forn.höfuðból, sem svipað má segja um. Vil jeg þar til nefna í hvirfingu umhverfis höfuðstaðinn: Gaulverjabæ, Ólafsvelli og Reykholt. Eitthvað svipað hygg jeg að mætti segja um þessar jarðir, að þær sjeu niðurníddar, húsalausar, hálfnotaðar og óræktaðar. Ríkið á nóg af slíkum jörðum, sem það sýnir engan sóma, og jeg sje ekki ástæðu til að fjölga þeim.