23.02.1928
Efri deild: 30. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 152 í C-deild Alþingistíðinda. (1514)

123. mál, veðlánasjóður fiskimanna

Einar Árnason:

Það hefir verið stungið upp á að láta þetta mál fara til fjhn. En jeg held það eigi frekar heima í sjútvn. Það geta oft verið ýmiskonar fjárhagsatriði í málum, sem þó ekki eru talin heyra undir fjhn. En jeg tel aðalatriðið í þessu frv. vera skipulagið sjálft, og það verður vitanlega að miðast aðallega við þörf þessara smærri útgerðarmanna. Það atriði heyrir að sjálfsögðu undir sjútvn. Þetta frv. er einmitt hliðstætt frv. um byggingar- og landnámssjóð, og það fór til landbn., en ekki fjhn. Auk þess mætti og benda á, að sem stendur eru talsvert færri mál hjá sjútvn. en fjhn., svo að með því að vísa þessu máli til sjútvn., mætti gera ráð fyrir að það fengi greiðari afgreiðslu.