13.04.1928
Efri deild: 70. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 157 í C-deild Alþingistíðinda. (1521)

123. mál, veðlánasjóður fiskimanna

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Það var nokkuð snemma á þinginu, sem jeg bar fram þetta frv. Jeg skal ekki fara nánar inn á efni þess en jeg gerði við 1. umr. Jeg skal geta þess, að jeg er eins og áður sannfærður um nauðsyn þessa máls, og einmitt á grundvelli frv. Það hefir ætlast svo, að tillögur um lánsstofnun fyrir sjávarútveginn hafa átt örðugt, uppdráttar á þessu þingi. Það er sýnilegt, að engar af þessum tillögum ná að ganga fram, hvorki hjer nje í hv. Nd. Þó að leitt sje til þess að vita, má ekki gefast upp að svo komnu, heldur halda málinu lifandi. Þess vegna hefi jeg í fjhn. getað fallist á, að vísa því til stjórnarinnar, eins og nú er komið. Jeg ætlast til, að hæstv. stjórn taki málið til athugunar og leggi tillögur um það fyrir næsta þing.