24.01.1928
Neðri deild: 5. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 159 í C-deild Alþingistíðinda. (1524)

4. mál, verðtollur

Fjmrh. (Magnús Kristjánsson):

Það þýðir ekki að hefja umr. um þetta mál nú, enda liggur það svo ljóst fyrir sem frekast er unt. Það er ekki borið fram í öðrum tilgangi en þeim, að fyrirbyggja, að ríkissjóður verði til fullnustu sviftur þeim tekjum, er hann má ekki án vera. Annars sje jeg ekki ástæðu til að orðlengja um það, en legg til, að frv. verði vísað til fjhn.