21.01.1928
Neðri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í C-deild Alþingistíðinda. (1528)

13. mál, bygging húss fyrir opinberar skrifstofur

Magnús Guðmundsson:

Það er aðeins örlítil fyrirspurn til hæstv. dómsmrh. um það, hvort nokkur áætlun hafi verið gerð um, hvað hús þetta muni kosta. Mjer skilst, að hjer sje um þá stórbyggingu að ræða, að ekki sje unt að glöggva sig á málinu, fyr en ábyggileg kostnaðaráætlun liggur fyrir.