21.01.1928
Neðri deild: 3. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 162 í C-deild Alþingistíðinda. (1529)

13. mál, bygging húss fyrir opinberar skrifstofur

Dómsmrh. (Jónas Jónsson):

Um fullnaðarkostnaðaráætlun er ekki enn að ræða. En húsameistari ríkisins hefir lauslega áætlað, að húsið mundi kosta 175–200 þús. krónur. Þykir mjer sennilegt, að honum vinnist tími til að fullgera áætlunina svo snemma, að nefndin geti fengið hana til athugunar áður en málið verður afgreitt.