30.01.1928
Neðri deild: 9. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í C-deild Alþingistíðinda. (1574)

47. mál, þingsköp Alþingis

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Jeg ætla aðeins að geta þess, að jeg hefi átt tal við ýmsa hv. þm. um þessi mál og hefi á prjónunum tillögur, sem fara í nokkuð svipaða átt og þetta frv., en þó með nokkuð öðrum hætti. En tilgangurinn er að ná sama marki og mjer skilst þetta frv. stefna að. Jeg sje ekki ástæðu, við fyrstu umr., að fara inn á þetta atriði, en vildi mega skjóta þeirri ósk til hv. allshn., sem mun sennilega fá málið til athugunar, að jeg fengi að eiga tal við hana um það, áður en hún afgreiðir það frá sjer.