10.03.1928
Neðri deild: 44. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 792 í B-deild Alþingistíðinda. (164)

1. mál, fjárlög 1929

Lárus Helgason:

Jeg á hjer enga brtt., sem jeg þarf að mæla fyrir, en jeg vildi aðeins minna á það, hvort ekki væri rjett að ganga nú þegar til atkvæða. Jeg sje ekki, hvaða þýðingu það hefir fyrir hv. þm. að vera að mæla hjer fyrir till. sínum yfir tómum bekkjum. Mjer skilst a. m. k., að það muni vera tilgangslaust að tala, þegar enginn hlustar.