17.02.1928
Neðri deild: 25. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 378 í C-deild Alþingistíðinda. (1669)

162. mál, sauðfjárbaðanir

Flm. (Hákon Kristófersson):

Jeg sje ekki ástæðu til að halda langa framsöguræðu fyrir þessu máli. það er gamall kunningi, eins og drepið er á í grg. fyrir frv., og var þaulrætt hjer í fyrra.

Jeg vil leyfa mjer að stinga upp á því, að því verði vísað til landbn, að lokinni þessari umr. Jeg skal bæta því við, að jeg verð að halda fast við það, sem jeg hefi áður haldið fram í þessu máli, að í frv. felist allmiklar umbætur frá því, sem nú er, og að með því fyrirkomulagi, sem hjer er farið fram á, sje það nokkurnveginn trygt, að bændur verði ekki fyrir tjóni af fjárkláða í framtíðinni. Þessi fáu orð vil jeg láta fylgja frv. til hv. nefndar, sem jeg vænti, að veiti því sitt mikilsverða fylgi.