16.03.1928
Neðri deild: 49. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 436 í C-deild Alþingistíðinda. (1729)

128. mál, fiskiræktarfélög

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

* Jeg vona, að jeg þurfi ekki langa framsögu í þessu máli. Jeg ætla, að hv. þdm. sjeu sammála um, að þetta sje nauðsynjamál, og þurfi jeg því ekki að fjölyrða um það frá þeirri hlið.

Brtt. nefndarinnar á þskj. 473 eru allar smávægilegar, orðabreytingar að mestu. Það er aðeins b-liður 1. brtt., sem skiftir máli, að það þurfi samþykki 4/5, atkvæðisbærra fjelagsmanna til friðunar á fiski og útrýmingu á sel. Þótti nefndinni það hyggilegra, til að varna því, að rangindum yrði beitt, og betur sjeð fyrir því, er svona mikill hluti fjelagsmanna þarf að samþykkja. Hinar brtt. lúta að því, að þegar eigandi jarðar vill ekki taka þátt í fjelagsskapnum, geti ábúandi tekið þátt í stofnfundi, áður en fundurinn hefir samþykt hann sem fjelaga. Fengi hann að hlýða á mál manna og hefði tillögurjett, en tæki að sjálfsögðu ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Jeg fjölyrði svo ekki meira um málið. Það er öllum ljóst, að þessi hlunnindi, veiðinytjarnar, eru sumpart engin, þar sem þau gætu verið, og sumpart mætti auka þau til stórra muna, þar sem þau eru nú. Málið hefir fengið góðan undirbúning. Sjerfróður maður hefir undirbúið frv. Vona jeg, að í það vanti ekki ákvæði, sem máli skifta. En ef reynslan sýnir síðar, að eitthvað vantar, þá má bæta úr því seinna. Vona jeg, að hv. deild veiti málinu fljóta afgreiðslu.

*Ræðuhandr. óyfirfarið af þm.