19.03.1928
Neðri deild: 51. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í C-deild Alþingistíðinda. (1755)

133. mál, ófriðun sels í Ölfusá

Sveinn Ólafsson:

* Hv. 2. þm. Eyf. hefir að vísu tekið það fram, er jeg vildi sagt hafa um þetta mál, en ræðu hans og till. hefir verið mótmælt af hv. frsm. Því er sem sagt haldið fram í sambandi við þetta mál, að nauðsynlegt sje, að ríkissjóður hlaupi undir bagga, meðal annars af því, að töluverður kostnaður stafi af útrýmingu selsins. Jeg vil árjetta það, sem hv. 2. þm. Eyf. sagði. Jeg mundi heldur vilja láta telja hlunnindi, að mega útrýma selnum, en að rjett væri að krefjast borgunar fyrir það. Jeg þekki ekki svo fá selalátur, þar sem sel hefir verið útrýmt, og aldrei hefir komið til mála, að menn hafi krafist nokkurra bóta, og því er vissulega ekki fremur nauðsyn á því hjer. Jeg tel því till. hv. 2. þm. Eyf. alveg rjettmæta og mun fylgja henni.