19.03.1928
Neðri deild: 51. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í C-deild Alþingistíðinda. (1756)

133. mál, ófriðun sels í Ölfusá

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

* Það var nú svo sem auðvitað, að hv. fyrri þm. S.-M. mundi taka svona í þetta mál. Það var nú hægt að segja sjer fyrirfram. (SE: Er klofningur í flokknum?!) Það sjá nú allir, hve skysamlegt það er, að jafna útrýmingu sels í selalátrum með ströndum fram við útrýmingu selsins í Ölfusá. Þetta er nú svo ljóst mál, að um það þarf ekki frekar að ræða. Annars er mjer sama, hvoru megin atkv. hv. 1. þm. S.-M. liggur í þessu máli. Maður þekkir nú höfðingslund þessara manna, þegar ekki er um þeirra eigið kjördæmi að ræða. Jeg ætla ekki að leggjast svo lágt, að biðja menn liðsinnis. Menn mega gjarnan sýna skilning sinn á málinu. Það er nú frið fylking, sem komin er.

*Ræðuhandr. óyfirfarið af þm.