21.03.1928
Neðri deild: 53. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 454 í C-deild Alþingistíðinda. (1758)

133. mál, ófriðun sels í Ölfusá

Jörundur Brynjólfsson:

* Jeg á smábrtt. á þskj. 533, sem jeg vona að hv. deild geti fallist á. Önnur er þess efnis, að skaðabætur fyrir selalátur verði metnar í eitt skifti fyrir öll. Hin er á þá leið, að minni veiði en 50 laxar verði eigi gjaldskyld til bóta fyrir selveiðimissi. Það yrði svo mikill eltingaleikur, ef jafna ætti niður á alla, sem veiða, hversu lítið sem það væri, að það mundi ekki svara kostnaði.

Þetta vona jeg, að hv. deild geti fallist á.

*Ræðuhandr. óyfirfarið af þm.