08.03.1928
Neðri deild: 42. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í C-deild Alþingistíðinda. (1774)

135. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Halldór Stefánsson:

Jeg ætla ekki að blanda mjer í deilurnar um þetta frv., en aðeins geta þess, að jeg er sammála þeim hv. þm., sem síðast talaði um það, að eftir efni frv. beri að vísa því til mentmn. Þó geri jeg það ekki að kappsmáli, til hvorrar nefndarinnar því verður vísað. En út af ummælum hæstv. forsrh. og hv. þm. Dal. um það, að fjhn. mundi telja það skyldu sína að benda á leiðir til að afla fjár handa útvarpinu, vil jeg taka það fram, að þó að þessu máli yrði vísað til fjhn., þá hygg jeg, að hún mundi aðeins láta uppi álit sitt um það frv., sem hjer liggur fyrir. Jeg sje eigi ástæðu til þess að nefndin fari að ganga fram fyrir skjöldu stjórnarinnar um að afla fjár til útvarpsins, þar sem stjórnin hefir borið fram frv. um ríkisrekstur útvarpsins, og er því skyldast að sjá úrræðin til fjáröflunar. Hinsvegar mundi nefndin eigi skorast undan að athuga þetta, ef hæstv. stjórn eða hv deild fæli henni það sjerstaklega, á venjulegan hátt.