08.03.1928
Neðri deild: 42. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 463 í C-deild Alþingistíðinda. (1776)

135. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Hv. 2. þm. Rang. þarf jeg eigi öðru að svara, en að vísa til fyrri ummæla minna um fjársöfnun til útvarpsins. En það gleður mig stórlega, hve ríkur og almennur áhugi kemur fram á því, að hrinda málinu í framkvæmd. Jeg geri nefndina ekki að neinu kappsmáli. En aðalatriðið er vitanlega að afla fjárins, og því þykir mjer rjettast, að frv. fari til fjhn. Jeg hefi átt tal um þetta við hv. aðalflm. frv., og taldi hann rjett, að því væri vísað til hennar.