08.03.1928
Neðri deild: 42. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í C-deild Alþingistíðinda. (1789)

142. mál, sala á spildu úr prestssetursjörðinni Kálfholti

Flm. (Gunnar Sigurðsson):

Svo stendur á þessu frv., að maður sá, sem æskir kaupanna, á hús við Þjórsárbrú og hefir hundrað ára samning um landspildu úr Kálfsholtslandi. Nú ætlar hann sjer að koma á rafveitu heima hjá sjer. En hann getur ekki fengið lán til hennar, nema hann hafi eignarheimild á einhverju landsvæði. Hann hefir lagt í það mikla vinnu að brjóta og rækta land það, sem hann nú hefir á leigu, og virðist eigi nema sanngjarnt, að hann njóti þess í því að fá landið keypt. Vænti jeg, að hv. deild sjái eigi ástæðu til að leggja stein í götu þessa máls, en leyfi mjer að fara framt á, að frv. verði, að umr. lokinni, vísað til 2. umr. og hv. allshn.