07.03.1928
Efri deild: 41. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 493 í C-deild Alþingistíðinda. (1820)

53. mál, friðun á laxi

Frsm. (Jón Baldvinsson):

Hjer hefir verið útbýtt í deildinni brtt, frá hæstv. dómsmrh., á þskj. 408, um viðauka við lögin til þess frekar að leyfa laxinum frjálsa göngu upp eftir ánum. Nefndin hefir ekki haft tækifæri til að bera sig saman um brtt. þessa, og eru því atkv. nefndarmanna óbundin, en þó hygg jeg, að meiri hluti nefndarmanna muni ljá henni fylgi sitt. Í brtt. felst ekki bann á neinni veiðiaðferð, heldur aðeins heimild, sem þingið gefur sýslunefndum til að gera víðtækari ráðstafanir, til að auka laxagöngu upp eftir ám, en í frv. felast.

Þá hefir Alþingi borist skjal frá 30 búendum, við ofanverða Hvítá, þar sem þeir skora á þingið, að samþykkja frv. þetta. Er það öndvert áskorun laxveiðieigenda við Hvítárósa, og er nú það komið á daginn, sem jeg bjóst við, að margfaldur fjöldi laxveiðieigenda mundi fást til að lýsa fylgi sínu við frv., á móts við þá, er á móti því mæla.