20.02.1928
Efri deild: 27. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í C-deild Alþingistíðinda. (1894)

110. mál, útflutningsgjald af síldarlýsi

Flm. (Erlingur Friðjónsson):

Þetta frv. á þskj. 205 er fylgifiskur þess frv., er jeg fór um nokkrum orðum áðan (um útflutningsgjald af síld).

Þegar jeg fór að íhuga, hvernig útflutningsgjaldið legðist á síldarmjöl og síldarlýsi og gengið er út frá því sama og tiltekið er í þskj. 206, kom það í ljós, ef lagður er til grundvallar jafnmikill þungi af síld í báðum tilfellum, að útflutningsgjaldið af þeirri síld, sem seld er í bræðslu, er margfalt lægra heldur en hitt, sem lagt er á síld, sem söltuð er eða krydduð og flutt út. Til þess að fá samræmi, þarf að þrefalda útflutningsgjaldið af síldarmjöli og síldarlýsi, ef hráefnið er lagt til grundvallar í báðum tilfellum

Mjer hefir reiknast svo til, að af lýsi því, er fæst úr 1 tn. af síld, sje útflutningsgjaldið 13 aurar. Það er aðeins 1½% af verði lýsisins. Það er nú að vísu svo um útreikninga, að þeir standast oft og tíðum ekki próf reynslunnar, fyrir þá sök, að grundvöllurinn, sem gengið er út frá, er ekki svo nákvæmlega rjettur, að hann haggist ekki. En hjer er bygt á reynslu annara þjóða. Norðmenn telja, að úr 1 tn. af síld fáist 16 kg. af lýsi, það er að segja, ef síldin er veidd um sumartímann, 1 júlí, ágúst og september. Um það má vitanlega deila, hvort rjett sje að miða við hráefnið. En ef það er rjett leið, þá þori jeg að fullyrða, að útreikningar mínir sjeu ekki fjarri lagi, og að óhætt sje að byggja á þeim niðurstöður þær, sem jeg hefi gert hjer í þessum útreikningi.

Að sönnu verður útflutningsgjaldið af síld og því efni, sem úr henni fæst, til muna hærra en af þeim íslenskum afurðum, sem miðað er við verð á, þó útflutningjaldið af síldinni verði lækkað, eins og farið er fram á á þskj. 206. En það lítur út fyrir, að Alþingi hafi litið svo á, að síldarútvegurinn gæti borið hærri álögur en aðrar atvinnugreinir. Jeg fæ nú ekki sjeð, á hverju það gæti verið bygt. Líklega hefir þessi ins. En því miður hefir nú reynslan útvegur verið talinn svo tryggur og arðsamur, að óhætt væri að skattleggja hann meira en aðra atvinnuvegi landsekki bent á, að svo væri, nema síður sje. Jeg hefi lagt til, að þetta gjald sje miðað við síldina sjálfa eingöngu, en ekki það efni, sem úr henni er unnið. Mjer hefir talist svo til, að með samþykt þessara tveggja frv., sem hjer eru samferða, mundi nást nálega 100 þús. kr. hreinn tekjuauki í ríkissjóð, þegar á þessu ári, þrátt fyrir þá lækkun, sem farið er fram á á útflutningsgjaldi af salt- og kryddsíldinni. Og jeg held, að það komi sjer ekki illa, eins og nú er ástatt, að tekjurnar aukist nokkuð.

Jeg skal svo ekki hafa þennan formála lengri, en óska, að málið fái að ganga til 2. umr., og tel rjett, að það fari til fjhn.