19.01.1928
Sameinað þing: 1. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Konungsboðskapur

Stóð þá upp Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðf., og mælti:

Lengi lifi konungur vor, Kristján hinn tíundi!

og tóku þingmenn undir þau orð með níföldu húrrahrópi.

Forsætisráðherra kvaddi elsta þingmanninn. Björn Kristjánsson, 1. þm. G.-K., til þess að gegna forsetastörfum þar til er kosinn væri forseti sameinaðs þings.

Aldursforseti gekk þá til forsetastóls og tók við fundarstjórn.

Kvaddi hann sjer til aðstoðar sem fundarskrifara þá Jóhannes Jóhannesson, þm. Seyðf., og Þorleif Jónsson, þm. A.-Sk.