15.02.1928
Neðri deild: 23. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 1 í D-deild Alþingistíðinda. (2001)

84. mál, rannsókn vegarstæðis

Flm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg kann ekki við annað en segja nokkur orð um þessa till., sem inniheldur áskorun til stjórnarinnar um, að hún láti rannsókn fram fara á næsta sumri á vegarstæði milli Siglufjarðar og Haganesvíkur. Það er mikil umferð milli þessara staða, og Fljótin eru eina landsvæðið, sem Siglufjörður hefir samgöngur við landleiðina. Það er því mjög mikilvægt, að samgöngurnar milli þessara hjeraða verði bættar, og það er einlæg ósk íbúanna, að svo verði gert. Jeg veit, að það verður örðugt, en vænti þess, að hæstv. stjórn láti rannsaka þetta þegar á næsta sumri.