05.03.1928
Efri deild: 39. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í D-deild Alþingistíðinda. (2075)

115. mál, hagskýrslur

Frsm. (Jón Þorláksson):

Fjhn. hefir athugað till. þessa og mælir með því, að hún sje samþykt. Í nál. er gerð grein fyrir því, hverjum kostnaði þetta muni valda, meðan verið er að koma lagi á þetta, eða sem samsvarar prentunarkostnaði eitt ár og einhverri viðbótarvinnu. Nefndin er samhuga um það að óska þess, að þetta verði gert, og vill beina því til hæstv. fjmrh., að hann sjái svo til, að hagstofan geti lokið þessari skýrslugerð, svo útgáfa þessara skýrslna komist í það horf, sem till. fer fram á.