16.04.1928
Neðri deild: 73. fundur, 40. löggjafarþing.
Sjá dálk 139 í D-deild Alþingistíðinda. (2179)

134. mál, raforkuveitur

Flm. (Gunnar Sigurðsson):

Jeg sje ekki ástæðu til að halda langa framsöguræðu. Það þarf ekki að skýra það fyrir háttvirtri deild, hvert framfaramál það væri fyrir sveitirnar, ef hægt væri að nota raforku í stærri stíl í sveitum, bæði að því er þægindi snertir og ekki síður fyrir það, hver lyftistöng það yrði fyrir jarðræktina, ef hætt yrði að brenna áburði. Hvergi munu vera betri skilyrði fyrir virkjun fossa í sveitum í stærri stíl en í Rangárvallasýslu, vegna þjettbýlis í miðsýslunni, einkum í Fljótshlíð og Hvolhreppi, enda mun, eins og getur um í greinargerðinni, ekki óhugsandi að leiða rafmagn til Vestmannaeyja. Hjer er hægra um vik fyrir það, að þeir fossar, sem ræðir um, Árbæjarfoss og Tungufoss, hafa báðir verið rannsakaðir af verkfræðingum og þótt hinir álitleg- ustu til virkjunar. Skýrslur eru til um þessar rannsóknir og málið að öðru leyti allvel undirbúið. Frekari rannsókn ætti að leiða í ljós, hvort ekki væri tiltækilegt að hrinda þessari virkjun í framkvæmd. Að öðru leyti vísa jeg til greinargerðarinnar og vænti, að hv. deild samþ. till.